Kvika eignastýring hefur auglýst tvær stöður lausar til umsóknar. Um er að ræða sjóðstjóra blandaðra sjóða og sérfræðing í sjóðastýringu.
Kvika eignastýring er leiðandi í eigna- og sjóðastýringu á Íslandi þar sem áherslan er lögð á langtímahugsun og árangur viðskiptavina. Hjá Kviku eignastýringu starfa 36 manns í metnaðarfullu, drífandi og jákvæðu umhverfi.
Nánari upplýsingar um starf sjóðstjóra má sjá hér og um starf sérfræðings má sjá hér. Allar umsóknir fara í gegnum Alfreð.is.