Við bjóðum 100% afslátt af gengismun ef fjárfest er í sjóðum í gegnum appið eða vefinn til 1. desember.
Kvika eignastýring hf. starfrækir fjölda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið býður upp á fjölbreytt úrval skuldabréfa-, hlutabréfa- og blandaðra sjóða.
Sjóðir eru sparnaðarleið sem gerir fólki kleift að ávaxta fé sitt með aðstoð sérfræðinga í fjárfestingum. Þeir fjárfesta fyrir hönd viðskiptavina til að mynda í hlutabréfum eða skuldabréfum eftir fyrirframákveðinni skiptingu sem nefnist fjárfestingarstefna.
Skuldabréfasjóðir eru safn skuldabréfa. Með því að kaupa skuldabréf ertu að lána félögum (eða ríkinu í tilfelli ríkisskuldabréfa) og færð í staðinn samþykki um endurgreiðslu með vöxtum. Þú eignast því ekki hlut í félögunum heldur kröfu á þau um endurgreiðslu skuldar.
Hlutabréfasjóðir eru safn hlutabréfa. Með því að kaupa hlutabréf ertu að kaupa hluta í félögum og átt þar með hluta af árlegum hagnaði eða tapi þeirra. Þegar hlutabréf hækkar í verði eykst verðmæti þess og þá getur hluthafi selt það dýrara en þegar hann keypti það.
Blandaðir sjóðir eru safn bæði hlutabréfa og skuldabréfa.
Almennt er ávöxtun sjóða sett fram sem nafnávöxtun. Sé ekki annað tekið fram eru ávöxtunartölur á heimasíðu Kviku eignastýringar hf. og í kynningarefni sjóða nafnávöxtunartölur. Allar ávöxtunartölur eru í íslenskum krónum. Söguleg ávöxtun er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Nánari upplýsingar um hvern og einn sjóð, þar á meðal upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu, reglum og eftir atvikum lykilupplýsingum viðkomandi sjóðs.
Sjá nánar almennan fyrirvara Kviku eignastýringar hf. vegna fjárfestinga í sjóðum hér:
https://www.kvikaeignastyring.is/sjodir