Áherslur sjóða framtakssjóðasviðs á samfélagslega ábyrgð á við í öllu fjárfestingarferlinu, allt frá mati á fjárfestingakostum, sem hluti af áreiðanleikakönnun fyrir fjárfestingu, yfir eignarhaldstímann með markmiðasetningu og eftirfylgni og að lokum í undirbúningi fyrir sölu. Áherslur okkar fylgja síðan félögunum eftir sölu með verðmætari, öflugri og samfélagslega ábyrgari félögum.
Kvika banki, móðurfélag Kviku eignastýringar, undirritaði meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar fyrir hönd samstæðunnar í júlí 2020. PRI (e. Principles for Responsible Investment) eru alþjóðleg samtök fjárfesta sem vinna að innleiðingu grundvallarviðmiða um ábyrgar fjárfestingar.
Með undirritun á meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar lýsum við því yfir að saman fari langtímahagsmunir þeirra sem fjárfesta og samfélagsins í heild.
1
Við munum taka mið af UFS við greiningu fjárfestingarkosta og við ákvörðunartöku
2
Við ætlum að vera virkur eigandi sem tekur tillit til UFS bæði í eigendastefnum og í verki
3
Við munum kalla eftir viðeigandi upplýsingagjöf um UFS frá aðilum sem við fjárfestum í
4
Við munum beita okkur fyrir viðurkenningu á og innleiðingu þessara meginreglna í fjárfestingastarfsemi
5
Við munum vinna saman að því að efla árangur við innleiðingu meginreglnanna
6
Við skilum skýrslum um starfsemi okkar og upplýsum um árangur við innleiðingu meginreglnanna