Kvika eignastýring er einn reynslumesti rekstraraðili framtakssjóða á Íslandi. Framtakssjóðasvið Kviku eignastýringar stofnaði fyrsta framtakssjóðinn árið 2008 og hefur síðan farið fyrir yfir 25 ma.kr. fjárfestingu í 25 félögum.
Sjóðir framtakssjóðasviðs nýta tækifæri sem felast í langtímafjárfestingu í óskráðum hlutabréfum og eru áhrifafjárfestar sem leggja áherslu á að styðja stjórnendur með markvissum hætti í að bæta rekstur og árangur félaga í eigu sjóðanna. Stjórnendur félaganna eru hvattir til að sýna samfélagslega ábyrgð, tileinka sér góða viðskipta- og stjórnarhætti og huga að umhverfismálum. Fulltrúar framtakssjóðasviðs taka virkan þátt í mótun stefnu og framtíðarsýn félaganna með það að markmiði að hámarka verðmæti til lengri tíma.
Ef þú ert með áhugavert fjárfestingartækifæri og í leit að öflugum samstarfsaðila má senda okkur tölvupóst á framtakssjodir@kvikaeignastyring.is.
Hjá framtakssjóðasviði Kviku eignastýringar starfar öflugt teymi starfsmanna með vítt tengslanet og mikla reynslu af rekstri framtakssjóða, kaupum og sölu fyrirtækja, verðmati fyrirtækja, samningaviðræðum, stjórnun, stjórnarsetum og stefnumótun.